JÓGA OG SLÖKUN
Næsta jógaferð er Jóga og sjálfsrækt við Gardavatn 5.-12. september 2020 - skráning er hafin!
Athugaðu hvort þú finnur ferðina þínaÁFANGASTAÐIRNIR OKKAR
Sé dvalið við Iseo vatn er í boði að fara í siglingu um Iseo vatnið og dvelja nokkra klukkutíma í eyjunni Monte Isola og þá er ferðast að hætti innfæddra - með strætó til ferjustaðar og leigður bátur fyrir hópinn. Einnig er valfrjálst að fara í göngur með leiðsögumanni, um Piramides sem eru tignarlegar bergmyndanir skammt frá hótelinu og upp á fjallstopp sem gefur glæsilegt útsýni.
Sé dvalið við Garda má nýta frjálsa daga til að skreppa til Sirmione eða annarra bæja við vatnið með ferjunni sem siglir um vatnið.
Slóvenía er yndislegt lítið land sunnan Alpa. Dvalið er við hið fagra Bled vatn og farið í ferðir til höfuðborgariannar Ljubljand, Kranjska Gora sem hefur yfir sér miðaldablæ og Piran sem er staðsettur við ströndina lengst í suðri. Piran er fallegur gamall strandbær með þröngum bröttum götum og tignarlegum kastala.
Tenerife er eyja hins eilífa sumars. Þangað er upplagt að fara að vetrarlagi og njóta slökunar og jóga. Þeir sem ekki vilja slaka endalaust hafa ýmsa góða möguleika til að sjá fallega og stórbrotna náttúru á þessari fallegu eyju sem hefur svo margt fleira en túristastrendur.
Tyrkland er magnað land með eldgamla menningu og sögu. Land á mótum álfanna Evrópu og Asíu með exotískt andrúmsloft. Dvalið er nærri bænum Fethyie á suðvesturströnd landsins, farið í siglingu og gönguferðir og skroppið í nálæga bæi. Þetta land er upplagt fyrir litla jógahópa að sækja heim sem ferðast jafnvel með jógakennaranum sínum!

ÍTALÍA
Heillandi náttúra og menning Vikudvöl í fegurð stöðuvatnanna Garda eða Iseo
SLÓVENÍA
Land Alpa og stranda Vikudvöl við hið rómaða Bled vatn
Veróna
Dagsferð Slóðir Rómeós og Júlíu, hringleikahús og glæst torg

Ljubljana
Dagsferð Falleg höfuðborg við ána Ljubljanicu
UM FERÐIRNAR
Einnig er í boði að efla sjálfan sig enn meir með ferð sem tengir saman jóga og sjálfsrækt. Þar hefst sérhver dagur með jóga, svo tekur við morgunverður og að honum loknum er námskeið í sjálfsrækt sem Sigríður Hulda Jónsdóttir annast.
Síðdegin eru svo nýtt til að heimsækja borgir og staði. Einn heill dagur er tekinn til að heimsækja hinar undursamlegu Feneyjar. Allar ferðir má aðlaga að þörfum hvers hóps fyrir sig.
Jógaferðir hafa verið vinsælar meðal starfsmannahópa sem er frábært því fleiri og fleiri eru að átta sig á að í hraða nútímans er að verða nauðsyn að kunna að leita inn á við. Ferðrnar okkar eru gullið tækifæri til að kynnast jóga og í leiðinni að dvelja á framandi slóðum. Við kynnumst annarri menningu, og hlöðum batteríin í kyrrð Alpanna. Jógað sem stundað er hæfir öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum, stirðum sem fimum.
-
Ævintýraland Alpanna
Er í vinnslu -
Ferðasaga frá Ítalíu
Er í vinnslu -
Ferðasaga kennara úr Réttarholtsskóla
Sex daga ferð - hress hópur starfsmanna úr Réttarholtsskóla