894 8779 gudrun@jogafri.is

Jógafrí

Jógafrí

Um Jógafrí

Megi eilífðarsól á þig skína ...

Jógaiðkunin

Jógakennari er Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir sem ber andlega nafnið Haridev Kaur. Kennt er kundalini jóga samkvæmt forskrift Yogi Bhajan. Hver tími er samsettur úr kríu - sem er röð af æfingum, slökun og hugleiðslu. Leitast er við að aðlaga tímana þannig að bæði byrjendur og lengra komnir jógaiðkendur megi njóta sín. Það getur falist í að aðlaga æfingar og stytta tíma í stöðum fyrir þá sem þurfa. Þeir sem eiga erfitt með að sitja í jógastöðu fá ábendingar um aðra möguleika og svo má líka bara sitja á stól ...

Jógatímarnir

Við gerum jóga fyrir morgunverð, annað hvort í litlum sal á hótelinu eða fyrir utan það ef veður leyfir. Jógatíminn er um klukkustund; hefst á upphitun og jógakríu og endar á slökun og hugleiðslu

Næstu jógaferðir 2017

Ítalía: 22. - 29. júní til Iseo; 9. -16. september til Garda
Slóvenía: 15. - 22. ágúst til Bled
Skráning: gudrun@jogafri.is eða í síma 8948779

Dagsferðir

Þrjár ólíkar og undursamlegar borgir eru heimsóttar: Veróna með fornu hringleikahúsi og glæsilegum götum; Feneyjar með sínum ótal mörgu brúm, síkjum og glæsibyggingum og Mílanó - glæsiborg nútímans.

Verð

Verð á mann í tveggja manna herbergi:
Til Ítalíu: frá 205.000 kr.
Til Slóveníu: frá 195.000 kr.

KONAN BAK VIÐ JÓGAFRÍ

Jógakennari og fararstjóri í ferðinni er Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir sem lauk jógakennaraprófi að forskrift Yogi Bhajan vorið 2014. Hún hefur kennt jóga í jógastöðinni Andartaki og víðar. Hún hefur starfað sem leiðsögumaður allt frá því er Eyjafjallajökull gaus og lauk leiðsögumannsprófi frá Endurmenntun Háskóla Íslands í janúar 2014. Jógafrísferðir eru sprottnar upp úr uppátækjum konu kominni yfir miðjan aldur sem fór að velta fyrir sér hvernig mætti hafa rosalega gaman í vinnunni – hverja einustu stund! Þessi kona hafði kynnst ýmsum störfum og ákvað að setja saman í eitt verkefni það sem henni finnst skemmtilegast: iðka jóga, ferðast, vera með fólki, kynnast nýrri menningu og útkoman kristallaðist ...
Hugmyndin kviknaði á Ítalíu meðan á veru stóð í héraðinu Langbarðalandi þar sem gefur víða að líta ægifagra náttúru sem annarsvegar er mynduð af flekaskilum sem þrýsta upp Alpafjöllunum og hins vegar af af jöklum sem hafa mótað þau til og markað land á jafnsléttu. Eftir sitja fögur stöðuvötn sem tignarleg fjöllin geta dáðst að sér í á lygnum dögum – sem eru margir á þessum slóðum. Konan fyrrnefnda stóð við bakka Iseo vatnsins og virti fyrir sér fjallahringinn; dró að sér andann í sælu og velti því fyrir sér hvort ekki leyndist huggulegt hótel einhvers staðar í þessum fjöllum? Hótel sem upplagt væri til að fara með jógahópa á til vikudvalar; iðka jóga, göngur, sigla um vatnið og út í eyjuna sem þar kúrir, heimsækja nærlægar borgir, fara í hjólatúra …. Og viti menn / konur! Þegar konan hóf leit á netinu fannst yndislegt hótel, staðsett í einu fjallanna ofan vatnsins. Og ævintýrið hófst ….

SKILMÁLAR

Greiða þarf staðfestingargjald við pöntun ferðar sem nemur 1/2 af heildarverði hennar. Skipta má greiðslum í tvennt og er seinni hluti greiddur mánuði fyrir brottför.

Kaiz Z

Kaiz Z

Yin Yoga Trainner

Vestibulum ante ipsum primis in faucibus orci luctus et ultrices

Maria Seth

Maria Seth

Prenata Trainner

Vestibulum ante ipsum primis in faucibus orci luctus et ultrices

Anna Maria

Anna Maria

Intentional Trainner

Vestibulum ante ipsum primis in faucibus orci luctus et ultrices

Lisa Smith

Lisa Smith

Gentle Trainner

Vestibulum ante ipsum primis in faucibus orci luctus et ultrices

UMSAGNIR

Umsagnir fyrri þátttakenda í jógaferðum

" Mæli með þessu - fór i sumar i slíka ógleymanlega ferð 🙂 "

-- Inga Jóna Óskarsdóttir

" Alveg frábær ferð, mæli með þessu. Yndislegur farastjóri, skemmtilegir ferðafélagar, og unaðslegt umhverfi. "

-- Dagmar Heiðdal

" Ég fór í júní í svona jógaferð sem var algjörlega dásamleg. Kúndalínijóga á morgnana og hugleiðsla á kvöldin. Fínt lítið fjölskylduhótel og frábær ítalskur matur. Guðrún Ingibjörg jógakennari og ferðafélagarnir allir sem einn hið besta fólk. Mæli heilshugar með svona jógafrísferð ❤️ "

-- Guðbjörg Jónsdóttir