894 8779 gudrun@eilifdarsol.is

Jógafrí

Jógafrí

Dagskrá jógaferðar til Iseo vatns

Dagur 1

Flug frá Keflavík og lent á Malpensa flugvelli. Rútuferð á hótel

Dagur 2

Að loknu jóga og morgunverði er í boði er að kynnast umhverfi hótelsins  og fara í gönguferð. Í nágrenni við hótel Conca Verde er skemmtileg gönguleið með sérkennilegum bergmyndunum. Stórfengleg flóð hafa mótað umhverfið svo eftir standa strýtur sem minna á verur úr öðrum heimi.Piramides

Dagur 3

Farið til Iseovatnsins með strætó og siglt út í litlu sætu eyjuna Monte Isola. Þar er hægt að ganga um þorpin sem eru ekta ítölsk sveitaþorp, og leigja hjól sem hjóla má á umhverfis eyjuna eða að hluta. Eyjan er undurfalleg draumaveröld. Þessi dagur er frjáls og hver greiðir fyrir sig í strætó og í bátsferðina.

DSC_0145

Dagur 4

Við förum með rútu til hinnar fallegu borgar Verona, þar má meðal annars líta hina einu sönnu Júlíu augum en saga hennar og Rómeós gerist þar. Einnig eru þar skemmtilegar götur, hringleikahús frá tíð Rómverja og kastali við ána.

Verona

Dagur 5

Frjáls dagur. Fara eitthvert – margir valkostir – hjólatúr við Iseo vatnið eða ganga um Gullbrýrnar sem er listviðburður sumarið 2016, fara í skoðunarferð til borgarinnar Bergamó eða Gardavatnsins. Ekkert skipulagt en þátttakendur geta slegið saman í leigubíl eða ferðast um í strætó og lestum.

Dagur 6

Eftir morgunverð ökum við um sveitir og eftir hraðbraut til Feneyja en þangað er um þriggja klukkustunda akstur. Þar munum við spóka okkur í þessari skemmtilegu, hægsökkvandi borg, sigla í strætó eins og þar tíðkast, liðast um í gondól þeir sem vilja, skoða Markúsartorg og allar hinar ótalmörgu fallegu byggingar sem finna má þar í kring. Endilega að skoða Rialto brúna og Péturskirkjan er einstök en standa þarf í röð til að komast þar inn. Við snæðum kvöldverð í þessari sætu borg áður en við höldum til baka á hótelið okkar í fjallakyrð.

DSC_0006

Dagur 7

Frjáls dagur. Fararstjóri er til í fjallgöngu ef einhvern langar, hægt er að velja leiðir sem taka mismikið í lærin 🙂  Svo er líka hægt að slaka við hótelið, rölta stutt … eða langt.

DSC_0052 (2)

Dagur 8

Við kveðjum Hótel Conca Verde og ökum til Mílanó – sem er með fallegan miðbæ, ægifagra dómkirkju og kastala og kastalagarð, og fallegar verslunargötur nærri dómkirkjunni, þar á meðal er Galleria Vittorio Emanuele sem er yfirbyggð verslanagata úr gleir og stáli. Svo er um að gera að rölta um og líta augum Scala óperuhúsið og Leonardo da Vinci styttuna þar nærri svo eitthvað sé nefnt.

hopur milano (2)

Að kvöldi förum við í rútuna sem ekur okkur út á Malpensaflugvöll. Þaðan eigum við flug og komum heim endurnærð eftir dásamlega dvöl.

Alla morgna verður jóganámskeið áður en morgunverður hefst. Hugleiðsla verður gerð seinnipart dags og þá flettað inn í dagskrá dagsins ef hægt er – annars á hótelinu eða við hótelið – einhvern tíma á bilinu 17-19.

Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og kvöldverður fjóra daga, dagsferðir til borganna Veróna, Feneyja og Mílanó, ferðir til og frá flugvelli, leiðsögn og jóga- og hugleiðslunámskeið sem verður flettað inn.

Lögð er áhersla á streitulosun í ferðinni.  Frjálsu dagana verða í boði gönguferðir og stutt dagsferð niður að vatni og út í eyjuna. Eina sem þarf að greiða er fargjald í strætó og ferju ef það á við.

Skráning: Guðrún Hálfdanardóttir – s. 848779 – gudrun@eilifdarsol.is