894 8779 gudrun@eilifdarsol.is

Jógafrí

Jógafrí

Tenerife jóga og sjálfsrækt

Eilífðarsól og SHJ ráðgjöf vinna saman að ferðinni

Tenerife

Jóga og sjálfsrækt verður fyrri hluta dags og síðdegis gefst svo tími til að gera hvað sem er, eins og að slaka á, sóla sig, rölta í bæinn, fara í gönguferð eða taka strætó í aðra bæi.

.

Dagur 1

Flug frá Keflavík til Tenerife og við tekur rútuferð á gististað. Tenerife er stærst Kanaríeyja, eldfjallaeyja sem er um 2000 km², staðsett vestan undan ströndum Marokkó í Afríku. Á eyjunni búa tæplega 900.000 íbúar. Hún státar af mörgum ströndum sem ýmist eru lagðar dökkum eða gullnum sandi.

south tenerife

Húsalengjur raða sér upp hlíð á suðurhluta eyjunnar. Þar er yfirleitt hlýrra og þurrara veðurfar sem sést á gróðurfari.

.

Tenerife

Dagur 2

Við byrjum daginn með jóga og morgunverði og síðan hefjum við sjálfsræktarnámskeiðið þar sem við leggjum inn umhugsunarefni fyrir sjálfsrækt og ræðum komandi viku.
Síðan er dagurinn laus til að gera það sem hugur girnist. Sjálfsagt vilja margir hafa það rólegt til að jafna sig eftir flugferðina frá Íslandi og kannski bara sóla sig ef svo viðrar en það er alltaf hægt að rölta um nærumhverfi hótelsins og kynnast miðbæ og jafnvel prófa göngustíga sem liggja út í ósnortna náttúru.

Dagur 3

Dagurinn hefst á jóga og eftir morgunmat förum við í skemmtilega sjálfræktarvinnu (1-2 klst.) þar sem við skoðum styrkleika okkar, sérstöðu og sóknarfæri. Við endum á að setja okkur markmið sem við höfum í huga fram að næstu stund.

Það sem eftir er dagsins er frjáls tími. Hægt er að fara í létta göngu, hjólatúr eða bara sóla sig og slaka á eða bara eitthvað sem til hugar kemur.

Ein hugmynd, fyrir þá sem finnst erfitt að vera kyrrir, er að fara til bæjarins Santa Cruz en þar má finna ýmislegt sem minnir á rúmlega 500 ára sögu eyjarinnar. Borgin var stofnuð 3. maí 1494 af Spánverjanum Alfonso Fernández de Lugo og varð mikilvæg höfn á verslunarleið milli Evrópu og nýlenda í Ameríku. Santa Cruz er næstfjölmennasta borg Kanaríeyja og iðar af mannlífi og státar af fallegum gömlum byggingum sem vísa í söguna þar sem þær standa við torgin Principe, Weyler, San Francisco og Candelaria.

Víkin við Santa Cruz er um margt lík og hún var fyrr á tímum með sínar gömlu byggingar og forn virki, eins og kirkjuna Concepción. García Sanabria er garður sem á uppruna sinn snemma á 20. öld og lokar af El Toscal bæjarhlutann. Nuestra Señora de Áfricas markaðurinn lokkar til sín marga og er haldinn á sunnudögum. La Noria er vinsæl gata sem dregur til sín þá sem vilja setjast á krár og knæpur. Í borginni eru skemmtilegar gönguleiðir, fallegir garðar, fjölbreyttar verslanir, skrautlegir listamenn og nútímalegur arkítektúr.

Víkin við Santa Cruz er um margt lík og hún var fyrr á tímum með sínar gömlu byggingar og forn virki, eins og kirkjuna Concepción. García Sanabria er garður sem á uppruna sinn snemma á 20. öld og lokar af El Toscal bæjarhlutann. Nuestra Señora de Áfricas markaðurinn lokkar til sín marga og er haldinn á sunnudögum. La Noria er vinsæl gata sem dregur til sín þá sem vilja setjast á krár og knæpur. Í borginni eru skemmtilegar gönguleiðir, fallegir garðar, fjölbreyttar verslanir, skrautlegir listamenn og nútímalegur arkítektúr.

Basilica de Candelaria

Það sem skoða má í borginni er til dæmis Listahöllin (Espacio de la Artes) sem er í nýstárlegri byggingu við San Sebastian breiðgötuna. Þar er undir einu þaki listasafn, ljósmyndasafn og bókasafn auk reglulegra annarra listviðburða; einnig er þar lítið leikhús, nokkrar verslanir og veitingastaður. Fyrir ferðamenn er sérstaklega áhugavert að sjá ljósmyndasýninguna en þar eru eingöngu myndir frá Tenerife.

Tenerife höllin (Auditorio de Tenerife) er einnig merkileg bygging, víðfræg fyrir arkitektúr og geysifallegt hús sem minnir helst á segl gamalla skipa. Þar fara fram ráðstefnur og ýmsir viðburðir og stórtónleikar.

Tvíburaturnarnir (Torres de Santa Cruz), voru tvær hæstu byggingar á Spáni fram til ársins 2010 en þá var reist hærri bygging í Madrid. Þeir sjást alls staðar frá en standa við Calle de Celia de Cruz.

Safn manns og náttúru (Museo de la Naturaleza y el Hombre) er gott náttúru- og líffræðisafn við Calle Fuente Morales. Vel þekkt fyrir Guanche múmíu er en Guanche voru frumbyggjar Kanaríeyjanna áður en Spánverjar komu til skjalanna. Það fólk smurði lík látinna ekki ósvipað og Egyptar gerðu og allmargar slíkar grafir hafa fundist á öllum eyjunum.

García Sanabria garðurinn (Parque García Sanabria) er miðsvæðis í borginni og kærkominn staður til að hvíla lúin bein eftir göngutúr undir heitri sólinni. Garðurinn geymir einnig grasagarð og er auðfundinn við Römblu Francos hershöfðingja.

Spánartorg (Plaze de España) er miðpunktur Santa Cruz og stærsta torg á öllum Kanaríeyjum. Þar er iðandi líf daga og nætur og gaman að sitja þar og skoða mannlífið.

Til norðurs frá borginni er falleg strönd, Playa de las Teresitas, og á henni er innfluttur skeljasandur. Þar er minna líf en víða annars staðar en hingað koma borgarbúir sjálfir til sólbaða og leikja. Flestar strendur Tenerife eru svartar vegna öskusands en ekki gullnar eins og margir búast við.

Dagur 4

Dagurinn hefst á jóga og eftir morgunmat ræðum við markmið okkar frá deginum áður. Verkefni dagsins (1-2 klst) er að við skoðum mátt eigin hugsana og hvaða áhrif viðhorf okkar hafa á lífsgæði. Við endum á markmiðssetningu.
Svo er dagurinn frjáls. Kannski viltu bara slaka og njóta staðarins?

Svo er líka hægt að fara eitthvert um eyjuna – kannski langar einhvern að taka strætó til bæjarins El Sauzal sem er staðsettur á hamri og hefur undursamlegt útsýni til Teide eldfjalls sem horfir sínum fráu augum yfir Oratava dalinn og fagurblátt hafið. El Sauzal liggur utan ferðamannaslóða og því rólegur og afslappaður bær.

Fallegur miðbær liðast umhverfis San Pedro torgið og kirkjan sem þar stendur er sú fjórða elsta á eyjunni. Skammt frá er garðurinn Los Lavaderos og þar má njóta fagurs útsýnis auk þess sem er tjörn og fagur gróður. Taki degi að halla þegar verið er þar gefst kostur að sjá sjónarspil undursamlegs sólarlags á meðan setið er á veitingastað eða kaffihúsi í bænum.

Masca þorpið

Dagur 5

Dagurinn hefst á jóga og eftir morgunmat ræðum við markmið okkar frá deginum áður. Verkefni dagsins (1-2 klst) er gleði og jafnvægi; hvaðan kemur gleðin, hvernig nærum við hana og hvað vinnur með/gegn jafnvægi okkar í daglegu lífi? Við endum á markmiðssetningu.

Og þá blasir við tími til að njóta. Kannski bara slaka og sóla sig og lesa eða fara eitthvert um þessa fallegu eyju sem er svo ótrúlega fjölbreytt. Sérstakt þorp sem kúrir á hæð í Masca dalnum er vert að sækja heim. Masca, sem þýðir gríma á spænsku, stendur í 600 metra hæð yfir sjávarmáli og stendur hæst allra byggða á Tenerife. Það er einstakt að vera í þessu fallega þorpi sem státar af fallegu útsýni, kannski smá erfitt fyrir lofthrædda að keyra upp því vegurinn til þorpsins er brattur og þröngur. Í þorpinu búa um hundrað manns og yndislegt að una sér á röltinu og njóta þessa sérstaka þorps eða snarla á einhverjum veitingastaðanna þar.

En helsta aðdráttarafl Masca hefur verið gönguleiðin að Mascaströnd frá þorpinu. Gangan tekur frá tveimur stundum, fyrir þá sem eru í fínu formi, og upp í fjórar stundir fyrir hina. Á endastöð er komið niður á strönd sem er lokuð af klettum á báðar hliðar.

Hægt er að láta sækja sig á bát þegar komið er niður á strönd. Það kemur í veg fyrir að klöngrast þurfi alla leið til baka og þá upp á við. Hafa skal í huga að taka með sér vatn og sólarvörn og eitthvað sem hlífir höfðinu gegn geislum sólar. Og auðvitað þarf gönguskó í þessa ferð. Kanna þarf hvort gönguleiðin sé opin áður en lagt er í hann að heiman.

Dagur 6

Við hefjum daginn með jóga og eftir morgunmat förum við yfir markmið okkar frá degi 5. Verkefni dagsins er samskipti en þau eru stór hluti af daglegu lífi, og í þeim felast auðlindir og áskoranir. Ræðum mörk, gefandi samskipti og ólíka samskiptastíla.
Og síðan er dagurinn algerlega þinn!

teide

Dagur 7

Að venju hefst dagurinn á jóga og síðan eftir morgunverð tekur við sjálfsræktarnámskeið. Viðfangsefni dagsins er forgangsröðun þar sem við förum yfir nærandi og íþyngjandi þræði í okkar daglega lífi, hugsunum og venjum. Við endum svo á samantekt fyrri vinnudaga (2 klst).

Þá er framundan dagur til að gera eitthvað skemmtilegt! Það væri hægt að skella sér með í túristaferð og komast nær drottningu eyjarinnar – sem er hið formfagra eldfjall Teide, hæsti tindur Spánar og gnæfir 3718 metra yfir sjávarmál. Teide er hluti af þjóðgarðinum Parque Nacional del Teide sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Eldfjallið gaus seinast árið 1909 og er eitt af stærstu eldfjöllum heims.

Byggðin á Tenerifeeyjunni hringar sig kringum eldfjallið en Tenerife þýðir Hvítafjall á máli innfæddra, tene: fjall; -ife: hvítur.
Langi þig upp á fjallið þá tekur bara átta mínútur að fara upp með kláfnum frá efra plani. Það er staðsett í 3555 metra hæð og þar má velja um þrjár leiðir – ein af þeim er gígur fjallsins og hæsti tindur Spánar – og undursamlegt útsýni í góðu skyggni. En hafðu í huga að þetta er mikil hækkun og það getur verið kalt þarna uppi.

Dagur 8

Síðasti dagurinn okkar í ferðinni hefst með morgunjóga og síðan tekur við morgunverður. Dagurinn er frjáls þar til tími verður kominn til að kveðja hótel og taka rútuna sem flytur okkur út á flugvöll. Að kvöldi skilum við okkur heim á frónið okkar kæra, velúthvíld og endurnærð á líkama, huga og sál.

  • Þátttakendur námskeiðsins kynnast kundalini jóga og hugleiðslu sem byggist upp á líkamlegum æfingum, slökun og hugleiðslu.
  • Á sjálfsræktarámskeiðinu verða unnin verkefni til að auka sjálfsþekkingu, greina áreiti í eigin lífi og átta sig á eigin viðbrögðum við álagi. Leiðir til að forgangsraða og viðhalda jafnvægi í daglegum verkefnum jafnt sem á álagstímum eru ræddar ásamt heppilegum næringarlindum og bjargráðum á álagstímabilum. Fjallað er um jákvæða hugsun, eigin viðhorf og lífshætti án steitu. Slökunaræfing er kennd.
  • Gist er í litlum húsum í hinu einstaka og fallega hlédragi, Hacienda Cristoforo – sjá heimasíðu: http://www.haciendacristoforo.com/en/casas/

Kennarar verða Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, leiðsögumaður og jógakennari og eigandi Eilífðarsólar ehf. og Sigríður Hulda Jónsdóttir, MBA og MA, náms-og starfsráðgjöf, SHJ ráðgjöf

.

Sigríður Hulda Jónsdóttir

Sigríður Hulda Jónsdóttir

SHJ ráðgjöf sérhæfir sig í fræðslu, stjórnendaráðgjöf og stefnumótunarvinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sigríður Hulda Jónsdóttir hefur um árabil starfað sem kennari, stjórnandi og ráðgjafi í menntakerfinu og var forstöðumaður Stúdentaþjónustu Háskólans í Reykjavík áður en hún stofnaði eigið fyrirtæki. Sigríður Hulda býður upp á fjölbreytt námskeið varðandi sjálfsrækt, færni á vinnustað, samskiptafærni og fleira. SHJ ráðgjöf hefur starfað með mörgum stærstu fyrirtækjum landsins svo sem Marel, Arion banka, Landsspítalanum, Háskóla Íslands, ÍAV o.fl.
Sigríður Hulda hefur setið í ýmsum stjórnum, leitt ráðstefnur hérlendis og erlendis og gefið út fræðsluefni sem þýtt hefur verið á nokkur tungumál.

Guðrún Ingibjörg Hálfdánardóttir

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir hefur frá árinu 2015 staðið fyrir jógaferðum til Ítalíu. Guðrún er leiðsögumaður og kundalini jógakennari og sameinaði helstu áhugamál sín, jóga og ferðalög, í stofnun fyrirtækisins Eilífðarsólar í janúar 2017. Hún hefur kennt jóga og hugleiðslu hjá jógastöðinni Andartaki, Námsflokkum Reykjavíkur, Óm setrinu Keflavík og í Nuddstöðinni Chakra í Hamraborg í Kópavogi auk þess að hafa verið jógakennari í ferðum fyrirtækisins allt frá árinu 2015.

  • Innifalið: Flug gisting með morgunmat, ferðir til og frá flugvelli; jóganámskeið og sjálfsræktarnámskeið

Upplýsingar og skráning: Guðrún Hálfdanardóttir – sími 894-8779 – netfang: gudrun@eilifdarsol.is