894 8779 gudrun@eilifdarsol.is

Jógafrí

Jógafrí

Sirmione

Dagskrá jógaferðar til Garda

 

Dagur 1

Flug frá Keflavík kl. 15:25; lent á Malpensa flugvelli kl. 21:40.
Rútuferð á hótel – áætluð koma um miðnætti svo það er gott að hafa í huga að taka með sér nesti eða borða vel í flugvélinni …

Dagur 2

Að loknu jóga og morgunverði eigum við smá spjall og ræðum komandi viku. Hótelið er í bænum Saló við  vesturbakka Gardavatnsins. Niður að ströndinni er 20 mínútna ganga og þar munum við ganga um götur Saló sem er um 10.000 manna bær og státar af dómkirkju í gotneskum stíl frá 15. öld.

Bærinn Saló við Garda vatnið

Bærinn Saló við Garda vatnið

 

Dagur 3

Sigling frá Saló bænum út í eyjuna Isola del Garda sem er lítil en yndisfögur með fallegri villu. Er í einkaeigu en ferðir eru í boði þangað og um villuna. Valfrjálst og ekki inni í heildarverði en verður skipulagt í samvinnu við hótelið.

 

Dagur 4

Við förum með rútu til hinnar fallegu borgar Verona, þar má meðal annars líta hina einu sönnu Júlíu augum en saga hennar og Rómeós gerist þar. Einnig eru þar skemmtilegar götur, hringleikahús frá tíð Rómverja og kastali við ána.

Verona

Hringleikahús frá tíð Rómverja í Veróna. Að sumarlagi má sækja þar óperur.

Dagur 5

Frjáls dagur. Margt hægt að gera – fara í hjólatúr, taka ferju í einhvern bæjanna við vatnið, skreppa til Bergamo sem er fallegur bær, kíkja á vínbúgarð eða bara slaka …

Dagur 6

Feneyjar. Eftir jóga og morgunverð ökum við um sveitir og eftir hraðbraut til Feneyja en þangað er um tveggja  klukkustunda akstur, en fer talsvert eftir umferð. Þar munum við spóka okkur í þessari skemmtilegu, hægsökkvandi borg, sigla í strætó eins og þar tíðkast, liðast um í gondól þeir sem vilja, skoða Markúsartorg og allar hinar ótalmörgu fallegu byggingar sem finna má þar í kring. Endilega að skoða Rialto brúna og Péturskirkjan er einstök en standa þarf í röð til að komast þar inn. Við snæðum kvöldverð í þessari sætu borg áður en við höldum til baka á hótelið okkar.

feneyjar

Gondóla – gondóla – gondóla! má heyra víða í þessari töfrandi borg. Sumir ræðarar veita leiðsögn og aðrir bresta í söng …

 

Dagur 7

Frjáls dagur. Fararstjóri er til í fjallgöngu ef einhvern langar… En margt hægt að gera – skreppaí  hjólatúr, taka ferju í einhvern bæjanna við vatnið, fara í létta göngu, skreppa til Bergamo sem er fallegur bær, eða Brescia sem hefur fallegan miðbæ eða bara slaka … eða bara eitthvað sem manni dettur í hug 🙂

 

Dagur 8

Við kveðjum hótelið okkar og ökum til Mílanó – sem er með fallegan miðbæ, ægifagra dómkirkju og kastala og kastalagarð, og fallegar verslunargötur nærri dómkirkjunni, þar á meðal er Galleria Vittorio Emanuele sem er yfirbyggð verslanagata úr gleir og stáli. Svo er um að gera að rölta um og líta augum Scala óperuhúsið og Leonardo da Vinci styttuna þar nærri svo eitthvað sé nefnt.

Milano

Milano er töfrandi blanda af gömlum tíma og nútímaborg. Sforza kastalinn á sér langa sögu.

 

Um klukkan 19:00 förum við í rútuna sem ekur okkur út á Malpensaflugvöll. Þaðan eigum við flug heim kl. 22:40.

 

Alla morgna verður jóga í boði áður en morgunverður hefst. Hugleiðsla verður gerð seinnipart dags og þá flettað inn í dagskrá dagsins ef hægt er – annars á hótelinu eða við hótelið – einhvern tíma á bilinu 17-19.